Theophile Rosé

6.890 kr.

Þrúgur: 33% Pinot Noir, 33% Chardonnay, 33% Menuier
Styrkur: 12.5%
Dómar: Vivino 4.0
Theophile Rosé er hluti af kampavínslínu Louis Roederer á frábæru verði.  Þetta er mögulega besta rósakampavín í boði hérlendis, miðað við verð.
Í Theophile eru notaðar þrúgur frá yngstu víngörðum kampavínshússins en vínviðurinn er 10 ára og yngri, að meðaltali 8 ára gamall.  Þess vegna er þetta kampavín á lægra verði en gengur og gerist frá þessu virtasta kampavínshúsi í heimi síðastliðin 5 ár.( Drinks International)
Theophile Rosé er stundum lýst sem „Old world champagne“ í bestu merkingu þeirra orða, og með mikinn evrópskan sjarma.
Það er laxableikur litur í glasi, ríkt af rauðum ávöxtum eins og fersk jarðaber, rauð brómber og bökuð rauð epli. Steinefnaríkt sem gefur kampavíninu töluverða dýpt. 
Í Theophile Rosé er  30% eldri reserva vín notuð úr smiðju Louis Roederer sem gefur því silkifínt jafnvægi.
Þurrt kampavín og frískandi.
Þetta er „Full-body“ kampavín með góðri fyllingu og flottu jafnvægi. Langt og fullt eftirbragð sem gefur dýrari kampavínum  lítið eftir! 
AffBlitzz ehf
Vörunúmer: Btheorose Vöruflokkur:

Lýsing

Hér notar kjallarameistari Louis Roederer,  Jean-Baptiste Lecaillon  þrjár klassísku þrúgur kampavíns, Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay  í jöfnum hlutföllum til að hleypa lífi í nýja  nútímaútgáfu á þessu yngsta og ferska Louis Roederer kampavíni Theophile Rosé,  sem átti blómaskeið sitt í París á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þegar „stóru húsin í París“  þurftu að dekra við listamenn og „næturuglur“ á betri veitingahúsum og börum Parísborgar.

Gerjunin er meiri en hjá öðrum kampavínum Louis Roederer ( 50% malolactic fermentation) og vínið er látið þroskast / eldast á dreggjum sínum í 2 ár í flösku og síðan hvílt í 6 mánuði.

Dosage eða sykurviðbót er  9.5 gr/L