Lýsing
Hér notar kjallarameistari Louis Roederer, Jean-Baptiste Lecaillon þrjár klassísku þrúgur kampavíns, Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay í jöfnum hlutföllum til að hleypa lífi í nýja nútímaútgáfu á þessu yngsta og ferska Louis Roederer kampavíni Theophile Rosé, sem átti blómaskeið sitt í París á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þegar „stóru húsin í París“ þurftu að dekra við listamenn og „næturuglur“ á betri veitingahúsum og börum Parísborgar.
Gerjunin er meiri en hjá öðrum kampavínum Louis Roederer ( 50% malolactic fermentation) og vínið er látið þroskast / eldast á dreggjum sínum í 2 ár í flösku og síðan hvílt í 6 mánuði.
Dosage eða sykurviðbót er 9.5 gr/L