CADE Saugvinon Blanc 2022

6.900 kr.

Þrúgur;  91% Sauvignon Blanc  // 6% Sauvignon Blanc Musqué // 2% Sémillon // 1% Viognier

Styrkur;14.2%

Dómar:  Vivino, 4.1 stig // Decanter 92 stig

Þetta er eitt flottasta Sauvignon Blanc hvítvín sem er í boði hérlendis.

Það er fyllt með dásamlegum ilm af grænum eplum, þroskuðum hunangsperum, guava, sítrónugrasi, bleikum greipaldini og smá sítrónulime gosi.   Viðbótin af Sémillon og Viognier þrúgunum ( 2%, og 1%) bætir við unaðslegum steinefnum ásamt appelsínublómakeim í nefi.

Vínið sprettur fram kristaltært og  bjart, brakandi ferskt með mikinn karakter. Töluverð fylling er um miðbik með satínríkri kremkenndri  áferð ásamt góðu flækjustigi, hlaðið grænum ávöxtum með vott af blóðappelsínu og Kiwi tónum.

Að fá Sauvignon Blanc þrúgur frá mismunandi vínekrum í Napa Valley gefur víninu mikinn og flókið ilm og unaðslegt bragð!

Vínið hefur ótrúlega líflega sýru í löngu endabragði. Þetta er unaðslegt  hvítvíni !

 

 

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: CD22SB7 Vöruflokkur:

Lýsing

Cade er fyrsta vínhúsið í Napa Valley til að fá svokallaða LEED GOLD vottun árið 2010.

Cade er einnig lífrænt vottað með CCOF vottun. ( California certified organic farmers)   Öll vinna á víngörðunum er 100% lífræn og nánast öll orkan ( um 98%) kemur frá sólarrafhlöðum.

Cade vínhúsið á einnig 33 hektara víngarð á Howell Mountain, svokallaðan ” 13th Vineyard”, sem er elsta og eftirsóttasta vínekran á þessu svæði eða frá árinu 1886!

Cade Estate er í eigu PlumpJack Estate.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi