Reserve De La Comtesse 2015

11.988 kr.

Þrúgur: 53% Cabernet Sauvignon, 42% Merlot, 4% Petit Verdot. 1% Cabernet Franc

Styrkur; 14%

Flókið og ávaxtaríkt nef með ilm af brómberjum, dökkum kirsuberjum,  gamalli heysátu,  sætu tóbaki og smá sítruskeim.

Glæsilega uppbyggt rauðvín, þétt og langt bragð, töluverð fylling.

Þetta er “alvarlegt” og flókið rauðvín sem fer fram úr mörgum heimsþekktum  Chateau grand Cru vínum.

Dómar: Vivino; 4.2 stig // Vinous Media; 92 stig // Wine Enthusiast 94 stig // James Suckling; 94

AffBlitzz

Á lager

Vörunúmer: RDLC15 Vöruflokkur:

Lýsing

Vínhúsið með langa nafnið, “Chateau Pichon Longeuville Comtesse de Lalande” eða eftir styttingu, Chateau Pichon Comtesse  er frá Paulliac héraði Frakklands.  Þetta er eitt frægasta rauðvínshúsið þar.

Þetta hús er í upprunalegu Bordeaux Grands Crus flokkuninni síðan 1855. Var skilgreint sem 2nd Grand Cru Classé en í þeim flokk  eru einungis 12 vínhús í öllu Bordeaux!

Rauðvínin frá þessu heimsþekkta vínhúsi eru meðal fremstu rauðvína í Paulliac héraði  Bordeaux.

Þetta glæsilega rauðvínshús er í eigu Louis Roederer síðan 2007.