Ramos Pinto 30 ára, Tawney

16.765 kr.

Þrúgur:  Touriga Franca, Touriga Nacional, Tinta Roriz, Tinta Barroca, Tinto Câo.

Styrkur:  20%.

Eðalportvínið Ramos Pinto RP 30 er ótrúlegur Portari!   Það hefur gullfallegan ljósbrúnan lit með appelsínugulum tónum. Ilmurinn er sannarlega glæsilegur. Flókinn og heillandi af vanillu, þurrum ávöxtum, kanill og kakó sem er bein afleiðing af 30 ára öldrunarferli þessa glæsilega víns!   Fullþroskað, munúðarfullt og afskaplega stórt í munni með guðdómlegt flækjustig. Örlítill  espresso og eikarkeimur.  Frekar þurrt vín af portara að vera .  Mjög langt og margslungið döðlu / lakkrís eftirbragð sem endist og endist……….

Dómar; Vivino; 4.5 // Decanter; 98 stig

RP 30 vann platinum verðlaun fagaðilans Decanter í  „World Wine Awards“ árið 2019 með 98 stig af 100 mögulegum.

„Hið fullkomna púrtvín“  segja margir sem hafa smakkað það!

Heiðrúnu, Kringlunni, Skútuvogi og Hafnarfirði

Á lager

Vörunúmer: RP30 Vöruflokkur:

Lýsing

Ramos Pinto RP 30 er “ virtasta“ portvín Ramos Pinto, unnið úr víngarðasvæðum á besta Douro superior landinu sem vínhúsið á.  RP 30 er blanda af vínum sem hafa elst í eikartunnum að meðaltali í þrjá áratugi í kjallara víngerðarinnar í Vila Nova de Gaia. Tawny portvín er búið til úr blöndu af ungum og gömlum vínum sem eru látin þroskast lengi í eikartunnum. Í tilfelli Ramos Pinto RP 30 eru sum þessara gömlu vína orðin allt að 75 ára!   Þessi langi „þroskunartími“ Tawny gerir það að verkum að vínið öðlast djúpt og mikið flækjustig, glæsileika og fínleika. Því eldra, því flóknara bragð. Unga vínið gerir það sterk og fersk á meðan það gamla lyftir flækjustiginu upp í hæstu hæðir.

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi

Land

Hérað

Tegund

Magn

Þrúgur

Tinta Barroca, Tinta Roriz, Tinto Câo, Touriga Franca, Touriga Nacional

Áfengismagn

20%

Passar vel með

Harðir og þroskaðir ostar, Nautakjöt