Brut Theophile

5.990 kr.

Þrúgur; 33% Pinot Noir, 33%  Chardonnay, 33% Menuier

Styrkur: 12%

Dómar: Vivino; 4.0 stig.

Theophile er hluti af kampavínslínu Louis Roederer á frábæru verði.  Mögulega besta Brut kampavín hérlendis,  miðað við verð.

Í Theophile eru notaðar þrúgur frá yngstu víngörðum kampavínshússins og  þess vegna er  þetta kampavín á lægra verði en gengur og gerist frá þessu virtasta kampavínshúsi í heimi síðastliðin 5 ár.( Drinks International)

Vínviðurinn er 10 ára og yngri, að meðaltali 8 ára gamall.

Liturinn í glasi er strágulur. Nefið angar af gulum ávöxtum, sætabrauði og ristuðum kakóbaunum.

Þetta er létt,  safaríkt og ferskt kampavín með  „lárétta“ uppbyggingu og   „búttað“  bragð með tónum af hvítum blómum, peru og sjávarsalti.

Silkimjúkt, þurrt og mjög fágað.

Hér er frábært jafnvægi milli uppbyggingu og ávaxtar Pint Noir og fínleika Chardonnay.

Louis Roederer  Theophile er þægilegt og  „easy drinking“  en á sama tíma finnur maður strax gæðin og göfga í þessu fallega  kampavíni.

Dómur frá Þorra Hringssyni, Víngarðurinn;
Champagne Théophile Brut (án árg.) ****1/2
>“ Champagne Théophile er all sérstakt Kampavín sem maður rekst sannarlega ekki á hvar sem er, enda er það ekki gert nema endrum og sinnum og  framboðið því takmarkað.
Í stuttu máli er sagan á bakvið þetta vín einhvernvegin svona: Á þriðja áratug síðustu aldar var Kampavínið Théophile (eða bara Théo) feykna vinsælt hjá glaðsinna og listrænum kaffihúsagestum í París  sem þá var miðpunktur menningarlífsins á jörðinni. En þótt veisluglaðir næturhrafnar í Borg Ljósanna skáluðu við hvert tækifæri í Théo þá lognaðist þetta Kampavín útaf með heimskreppu og heimstyrjöld og var flestum gleymt þar til að Rouzaud-fjölskyldan (sem er núverandi eigandi Louis Roederer) ákvað að endurvekja þetta Kampavín við ákveðin tækifæri og hafa gert það þegar réttu skilyrðin eru fyrir hendi.
Louis Roederer  á nefnilega um 240 hektara af Premier- Grand Cru víngörðum í Champagne ( það dugar fyrir um 65% heildarframleiðslunnar ár hvert,  þ.a.m. öll vintage vín Roederer !) en til að halda gæðunum stöðugum verður að uppræta gamla og ónýta víngarða og endurplanta með reglulegu millibili. Nýr vínviður er vissulega gróskumikill og gefur fljótt af sér ávexti en hefur ekki náð þeirri dýpt og þeim gæðum sem Roederer sækist eftir og því er aðeins gert Roederer-Kampavín af plöntum sem eru 10 ára eða eldri. Þá kemur Théophile til sögunnar því það er framleitt úr yngri vínvið  sem er ekki alveg nógu þroskaður til að brúka í Roederer en er afbragðsgóður samt, en eins og neytendur sjá ef þeir rýna í flöskumiðann, er nafn Roederer  einungis sýnilegt með örsmáu letri á bakmiðanum svo ekki eru þeir að reka hið þekkta Roederer-nafn framan í okkur.
Théophile  er þó ekki einhver „litli-Roederer“, heldur frekar kampavín í allt öðrum stíl.
Théophile er samsett úr Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier í jöfnum hlutföllum og er blanda af fjórum árgöngum. Hluti vínsins fær maló-laktíska gerjun og það er haft á gerinu í tvö ár áður en korktappinn er settur í flöskurnar. Það býr yfir sinugylltum lit og hefur fínlegar loftbólur í glasi. Það er svo meðalopið í nefi með dæmigerða angan af ristuðu brioche, ferskum eplum, möndlumassa, hvítum blómum, peru, sítrus, gerjun og í lokin eru þarna skemmtilegir steinefnatónar sem minna mig helst á söl. Það er svo meðalbragðmikið í munni, ferskt og fínlegt með afar góða lengd þótt það mjókki örlítið í lokin. Þarna rekst maður á sítrónu, fersk græn epli, peru, ristað fransbrauð, greipaldin og steinefni sem minna á söl.
Virkilega skemmtilegt og ljúffengt Kampavín sem er fullkomið sem fordrykkur en það þolir alveg líka léttan puttamat. Ég geri mér grein fyrir að fjórar og hálf stjarna er hugsanlega tveimur punktum og rausnarleg einkunn, en vínið er bara svo gómsætt, og svo vel prísað, að ég get ekki annað!„<

 

Eingöngu hjá AffBlitzz ehf
Vörunúmer: Btheo Vöruflokkur:

Lýsing

Hér notar kjallarameistari Louis Roederer,  Jean-Baptiste Lecaillon  þrjár klassísku þrúgur kampavíns, Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay  í jöfnum hlutföllum til að hleypa lífi í nýja  nútímaútgáfu á þessu yngsta og ferska Louis Roederer kampavíni Theophile,  sem átti blómaskeið sitt í París á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þegar „stóru húsin í París“  þurftu að dekra við listamenn og „næturuglur“ á betri veitingahúsum og börum Parísborgar.

Gerjunin er meiri en hjá öðrum kampavínum Louis Roederer ( 50% malolactic fermentation) og vínið er látið þroskast / eldast á dreggjum sínum í 2 ár í flösku og síðan hvílt í 6 mánuði.

Dosage eða sykurviðbót er  9.5 gr/L