IL Vino De Pico 2022

5.900 kr.

Þrúgur:  50% Nero D’Avola – 50% Nerello Mascalese

Styrkur: 14.5%

Dómar: James Suckling: 93 stig

100% Bíódínamískt vottað rauðvín.

Það eru ekki mörg vín glæný á markaði ( 2019)  og í þessum verðflokki, sem eru á vínseðli á þremur 3. stjörnu Michelin veitingastöðum!

Þar af einum frægasta í Michelin heiminum: Le Mirazur í Menton í Suður-Frakklandi.

En þar er nú samt IL Vino De Pico 2022, ásamt öðrum rauðvínum Nicpolo Grippaldi.

Hér er ilmur af þurrkuðum ávöxtum, þroskuðum kirsiberjum og  þurrkaðri mold.

Við miðbik spretta fram villisveppir, sultuð bláber og sæt rjómalöguð tannín.

Góð og þétt fylling.

Mikill karakter,  mikil jörð og safaríkt áferð.

 

 

AffBlitzz
Vörunúmer: NG Di Pico 22 Vöruflokkur:

Lýsing

Nicolo Grippaldi er nýjasta og ein skærasta stjarna ítalskra vína frá rótum Etnu á Sikiley.  Vínhúsið er lítið eða einungis 3.33 hektarar vínviðs, 100% bíódýnamískt vottaðir bæði á ökrum og einnig í brugghúsi.

Þetta litla vínhús var stofnað árið 2015 og er því  nýbyrjað starfsemi.  Eigandi þess, Nicolo Grippaldi hafði áður unnið hjá vínhúsinu  Castello dei Rampolla í Chianti og ákvað í framhaldi af því láta gamlan draum rætast og kaupa yfirgefnar vínekrur langafa síns  hans Salvatore,  í þorpinu Enna við rætur Etnu á Sikiley.

Vín Grippaldi eru karakterrík vín, „Terroir“, ( jarðbundin) hrein og glæsileg.

Þessi rauðvín eru þegar komin á vínseðil á þessum  3 stjörnu Michelin veitingastöðum:

1: Ristorante Osteris Francescana.

2: Ristorante Mudec / Enrico Bartolini í Mílanó.

3: Le Mirazur í Menton í Suður-Frakklandi.

Le Mirazur  var valinn besti veitingastaður í heimi 2019 og 2020!

Geri önnur nýbyrjuð vínhús betur!!

Vinakrarnir eru í rúmlega 600m hæð, ræktaðir með sikileysku þrúgunum Nera D ´Avola og Nerello Mascalese.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi