Guerrieri Spumante Rosé freyðivín

3.790 kr.

Þrúgur: Sangiovese 100%

Styrkur: 12%

Dómar: Vivino 4.1 stig.

Fallegur ljós laxalitur í glasi. Þurrt, ekki sætt.

Vel gert og verulega vandað prosecco rosé frá Guerrieri vínhúsinu sem framleiðir nokkur af bestu rauð- og hvítvínum frá La Marne héraðinu í Ítalíu. Sangiovese þrúgan í þetta freyðivín kemur frá 20 ára gömlum vínvið.

Vínið er nútímalegt og glæsilegt með ilm af rauðum ávöxtum.

Hér spretta fram tónar af sítrus, ferskum villtum jarðarberjum, rauðum hindberjum og þroskuðum kirsuberjum. Þessi ávaxtakeimur er síðan jafnaður út með þurrum karakter vínsins og skilar þannig af sér vel gerðu jafnvægi og dýpt.

Vínið er látið gerjast í stálþrýstitönkum í 9 mánuði áður en það er sett á flöskur. Síðan er það hvílt á flösku í 4 mánuði í viðbót.

 

 

AffBlitzz ehf
SKU: GUroseextra Category: Tag:

Description

Guerrieri vínhúsið er  í vínræktarhéraðinu La Marche í Austur Ítalíu og er 48 hektarar að stærð.  Það er í rúmlega 200 metra hæð í hlíðum Pesaro á austurbakka Metauro árinnar  í 10 km. fjarlægð frá Adríahafi.

Þetta er gamalgróið fjöldskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1800 og hefur því framleitt vín í rúm 200 ár.

Guerrieri fjölskyldan hefur rekið búgarðinn í sex kynslóðir með sterka áherslu á lífrænar aðferðir ( biodynamic) og notkun staðbundinna þrúguafbrigða í La Marche héraðinu.

Vínhúsið ræktar sjálft allar sínar þrúgur með 100%  lífrænum aðferðum.