Sancerre Silex rautt, 2022

4.998 kr.

Þrúga; 100% Pinot Noir

Styrkur; 13%

Dómar : Vivino 4.1 stig / La Revue du vin de France 92 stig / Wine Enthusiast 93 stig

Glæsilegur rúbínrauður litur í glasi, frekar ljóst. Þurrt rauðvín ekki dimmt, örlítið gegnsætt í glasi. Opnast kringlótt með keim af hindberjum, sólberjum, vanillu og vott af eik. Mikil og björt fylling í munni og langt eftirbragð með frábæru jafnvægi milli mjúks tannins og sýru. Mikið og töluvert flókið bragð.

Glæsilegt Sancerre rauðvín í háum gæðaflokki frá Domine Delaporte vínhúsinu Frakklandi!

Dómur frá Þorra Hringssyni, Víngarðurinn 09.mai, 2023;

>” Þetta er verulega skemmtilegt og býsna mikið Pinot Noir vín sem jafnast algerlega á við sambærileg og talsvert dýrari Búrgúndarvín:  Frábær kaup “<

 

 

 

 

 

 

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: DE2 Vöruflokkur:

Lýsing

Domaine Delaporte vínhúsið er fjölskyldu fyrirtæki sem er búið að vera í eigu sömu fjölskyldu allt frá 17. öld.  Vínhúsið er staðsett  á besta stað í norðausturhluta Louire, Í hjarta Chavignol. Domaine Delaporte á 30 vínekrur á besta stað í Sancerre héraðinu og er eitt fyrsta lénið í Sancerre – Chavignol héraði Frakklands.

Vínhúsið bruggar einungis úr þeim Sauvignon Blanc og Pinot Noir þrúgum sem það ræktar á eigin ekrum. Kaupir ekki  þrúgur annars staðar frá.

Uppskeran sem notuð er í Sancerre Silec rauðvínið kemur frá einni ekru með 40+ ára  vínvið. Þetta gefur víninu meiri dýpt og fyllingu.

Domaine Delaporte er lífrænt vottað vínhús. Öll uppskeran er unnin með handafli og enginn tilbúinn áburður eða skordýtaeitur er notaður.   Malolaktísk gerjun fer fram að öllu leyti í eikartunnum sem eru eins til fjögurra ára gamlar.

Domaine Delaporte er vottað sem “A.O.S. Sancerre” vínhús fyrir vínrækt sína. Einungis 14 þorp í Chavignol héraðinu eru með slíka vottun.

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi