Sancerre Silex, hvítt

4.998 kr.

Þrúga;  100 % Sauvignon Blanc,  

Styrkur; 13.5%

Dómar: Vivino 91 stig / La Revue deu vin de France  92 stig / Wine Enthusiast 93 stig / Blue Lifestyle 96 stig

Þetta er frábært og fágað hvítvín frá Domaine Delaporte vínhúsinu í Sancerre héraði Frakklands. Sancerre Silex hvítvínið er fölgyllt að lit og er glæsileg útfærsla á Sauvignon Blanc þrúgunni sem er svo einkennandi fyrir Sancerre svæðið. Þetta er þurrt hvítvín, mineralískt með mildum framandi ávaxtakeim. Nefið er flókið og nokkuð ákaft. Byrjar mjúkt og „kringlótt“. Margbreytilegt og  allflókið hvítvín með jafnvægi af rauðum eplum, gulri melónu og vott af perum. Mjög gott jafnvægi. Steinefni, smá hunang og vottur af sítrónu í bakgrunni þegar líður á langt og viðvarandi endabragð.

Þetta glæsilega hvítvín minnir stundum á Chablis grand cru hvítvín varðandi glæsileka og fyllingu.

Dómur frá Þorra Hringssyni, Víngarðurinn 8.sept, 2023 >“  Einstaklega ljúfur og upprunalegur ilmur.  Það er svo meðalbragðmikið, þurrt, sýruríkt og ungt með dæmigerðan ávöxt þar sem greina má sítrónu, greipaldin, stikilsber, melónu, kerfil, salvíu og vænan skammt af söltum steinefnum sem gera þetta vín sérlega matarvænt. Jafnvægið í víninu er sérstaklega gott og það endist lengi. Frábær kaup“<

 

 

 

 

 


 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: DE1 Vöruflokkur:

Lýsing

Domaine Delaporte vínhúsið er fjölskyldu fyrirtæki sem er búið að vera í eigu sömu fjölskyldu allt frá 17. öld.  Vínhúsið er staðsett  á besta stað í norðausturhluta Louire, Í hjarta Chavignol. Domaine Delaporte á 30 vínekrur á besta stað í Sancerre héraðinu og er eitt fyrsta lénið í Sancerre – Chavignol héraði Frakklands.

Vínhúsið bruggar einungis úr þeim Sauvignon Blanc og Pinot Noir þrúgum sem það ræktar á eigin ekrum. Kaupir ekki annars staðar frá. Uppskeran sem notuð er í Sancerre Silec hvítvínið kemur frá einni ekru með 40+ ára  vínvið.  Þetta gefur víninu meiri dýpt og fyllingu.

Domaine Delaporte er vottað sem „A.O.C.Sancerre“ vínhús fyrir vínrækt sína. Einungis 14 þorp í Chavignol héraðinu eru með slíka vottun.

Domaine Delaporte er lífrænt vottað vínhús. Öll uppskeran er unnin með handafli og enginn tilbúinn áburður eða skordýtaeitur er notaður.

 

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi