
Guerrieri vínhúsið er í vínræktarhéraðinu La Marche í Austur Ítalíu og er 48 hektarar að stærð. Það er í rúmlega 200 metra hæð í hlíðum Pesaro á austurbakka Metauro árinnar í 10 km. fjarlægð frá Adríahafi.
Þetta er gamalgróið fjöldskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1800 og hefur því framleitt vín í rúm 200 ár.
Guerrieri fjölskyldan hefur rekið búgarðinn í sex kynslóðir með sterka áherslu á lífrænar aðferðir ( biodynamic) og notkun staðbundinna þrúguafbrigða í La Marche héraðinu.
Vínhúsið ræktar sjálft allar sínar þrúgur með 100% lífrænum aðferðum.
