Chateau Romassan Rouge 2020

7.980 kr.

Þrúgur; 90% Mouvedre, 10% Grenache

Styrkur 14.5%

Dómar:  Vivino; 4.2 stig //  Wine Spectator; 92 // Decanter; 92 stig

Þetta fallega rauðvín frá Domaines Ott er granatrautt í glasi. Í nefinu er djúpur ilmur af rauðum kirsuberjum, lakkrís og Mouvedre þrúgan gefur því einskonar kjarrlendisilm.

Áferðin er flauelsmjúk, með vott af kryddi og silkimjúkum tannínum.  Safaríkt, þétt og ferskt.

Hér finnur maður þroskuð rauð kirsuber, svört hindber, smá píputóbak, snert af balsamik og jafnvel fleira.

Fallegt eftirbragð fylgir síðan með keim af lakkrís, bláberjum og steinefnum úr jarðveginum sem er mjög sandsteinsríkur.

Þetta er afskaplega samstillt og ballsanserað rauðvín. Það er látið gerjast í stáltönkum og síðan taka við 20 mánuðir í frönskum eikartunnum ásamt allt að 24 mánaða öldrun í flösku gegnir stóru hlutverki í uppbyggingu og jafnvægi þessa fallega rauðvíns frá Domaines Ott

Vínviðurinn í þetta fallega rauðvín er að meðaltali 25 ára gamall  og allar ekrur  vínhússins eru lífrænt vottaðar.

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: D5 Vöruflokkur:

Lýsing

Domaines Ott vínhúsið fræga  var stofnað árið 1896 og er staðsett á besta stað  frönsku rivíerunni.

Ekrur  vínhússins eru allar lífrænt vottaðar.

Domaines Ott var valið  „Besta evrópska vínhús ársins 2022“  fyrir framúrskarandi vín að mati gagnrýnenda Wine Enthusiast.

Vínhúsið hefur sérhæft sig í eðalrósavínum í rúm 100 ár og er almennt viðurkennt sem “Guðfaðir Provence rósavínsins” eins og við þekkjum það í dag.

Færri vita þó að þeir eru nýbyrjaðir  framleiða afskaplega fallegt rauðvín sem er á boðstólum hér hjá AffBlitzz.

Þetta glæsilega vínhús er í eigu Louis Roederer og  vín þeirra eru framleidd á þremur mismunandi búum: Château Romassan (Bandol), Clos Mireille og Château de Selle (báðir Côtes de Provence)

Samtals eru þetta 148 hektarar.

Þ