Baburu Brut Cremant

3.790 kr.

Þrúgur: Chardonnay, Chenin Blanc

Styrkur: 12%

Dómar: Vivino 4.1 // Wine Enthusiast 90 stig.

Býídýnamískt / lífrænt vín

Baburu Brut Cremant freyðivínið er úr Chardonnay og Chenin Blanc þrúgum frá bestu hálendissvæðum Languedoc-Roussillon í Suður Frakklandi við rætur Pýreneafjalla.

Fyrsta gerjun er í tunnum og seinni gerjun í flöskunni í samtals 18 mánuði. Það er í lengra lagi fyrir cremant freyðivín og gefur því fínar búbblur,mjúka áferð ( ekki súrt)  og flækjustig sem er sjaldgæft í freyðivínum.

Baburo Cremant er búttað og bragðmikið freyðivín, sannarlega í hæsta gæðaflokki freyðivína. (Vivino 91 / Wine Enthusaist 90 stig)

Mjúkt og ferskt. Þroskuð epli spretta fram, einnig mjúkir sítrusávextir, gerdeig og hvít blóm.

Einnig sprettur fram finn kalksteinsblær eins og í fínni kampavínum.

Þetta er sannarlega glæsilegt Cremant freyðivín.

Til gamans þá þýðir „Baburu“ sem er japanskt orð,  búbbla / búbblur á japönsku.

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: AMbaburu Vöruflokkur:

Lýsing

Aubert & Mathieu er nútímalegt vínhús frá Languedoc – Roussillon héraðinu í Suður Frakklandi við rætur Pýreneafjalla. Þar eru margar af bestu vínekrum Suður Frakklands staðsettar.

Nálgun vínhússins er frá nokkuð nýju og nútímalegu sjónarhorni. Öll vín þeirra eru býódýnamískt / lífrænt  vottuð og húsið notar nýstárlegar og umhverfisvænar aðferðir.

Sem dæmi þá eru flöskurnar úr endurunnu gleri, kassarnir úr endurunnum pappa og öll vín þeirra er ekki með álfilmu við korktappann. Einnig eru merkingarnar á flöskunum skemmtilega öðruvísi.

Öll vínin frá Aubert & Mathieu eru bíódýnamísk / lífrænt vottuð og vínekrurnar hátt yfir sjávarmáli til að fá dýpt í karakterinn.

>>“Tired of our respective professional lives, we left everything to pursue a slightly crazy dream: To create wines with, a little unconventional and offbeat style with respect to our environment“<<  Anthony Aubert & Jean-Charles Mathieu