Odette Estate er ungt vínhús, stofnað árið 2011. Vínekrurnar eru 38 hektarar, staðsettar á einu besta vínræktunarsvæði „Stags Leap District“ svæðinu í Napa Dalnum. Þessar vínekrur voru áður í eigu Dick Seltzner sem er einn aðalbrautriðjandi víngerðar í Napa.
Vínviður Odette Estate er að jafnaði 40 ára gamall og plönturnar þeirra koma frá hinum fræga Fey víngarði.
Vín frá Fey víngarðinum setti nefnilega vínheiminn á hvolf í París 1976, þegar þau voru valin bestu vín sýningarinnar og slógu þar með út öll frægustu frönsku Bordeaux vínin!
Odette fékk LEEDS vottun árið 2017.( Leadership in Energy and Environmental Design)
Sem dæmi um umverfispælingar hússins þá er öll vínrannsóknarstofa þeirra smíðuð úr endurunnum flutningagámum frá Kína, sú eina sinnar tegundar í Napa!
Odette er einnig vottað sem lífrænt vínhús, CCOF ( California Certified Organic Farmers)
Odette, eins og Cade og PlumpJack fékk nafn sitt frá Shakespeare, en Odette er ein lykilpersóna hjá skáldinu mikla.
Vínhúsið sérhæfir sig í glæsilegum „full body“ Cabernet Saugvinon vínum.
Kjallarameistari Odette er Jeff Owens sem er einn fárra meðlima í meistaraklúbbnum „100 point winemaker„, en hann fékk fullt hús, 100 stig fyrir fyrstu gler Odette Estate.
Jeff Owens er fyrsti vínframleiðandinn í Napa dalnum til að fá fullt hús stiga fyrir upphafsútgáfu sína af Odette rauðvíni árið 2015 og Odette er fyrsta vínhúsið í Napa til að ná þessum árangri með skrúftappa.
Odette framleiðir einnig vín undir hliðarmerkinu Adaptation.
Odette vínhúsið er í eigu PlumpJack Estate.
-
Odette Chardonnay Reserva 202111.900 kr.
-
Odette Cabernet Sauvignon 201822.100 kr.