Antony Aubert og Jean-Charles Mathieu eru nýjir víngerðarmenn í rótgróna vínheiminum og standa á bak við nokkur af mest spennandi og snilldarvel gerðum lífrænt ræktuðum vínum Langeudog héraðsins í Suður Frakklandi.
Ein af betri vínekrum þessa svæðis er í bakgarði þeirra, ekran Minervois La Liviniére
Þeir félagar eru gamlir menntaskólavinir sem fóru í framhaldsnám í viðskiptafræði eins og gengur og gerist. Ástríðan lá þó ekki ekki framlegð og viðskiptafræði heldur í sameiginlegum áhuga á góðum vínum og öðruvísi nálgun í víngerð, sérstaklega varðandi lífræna ræktun.
Aubert & Mathieu stofnuðu því vínhús saman árið 2019 í Languedoc – Roussillon héraði Suður Frakklands við rætur Pýrenenufjalla.
Vínekrurnar eru hátt yfir sjávarmáli til að fá dýpt í karakter vínanna.
Áherslan hjá Aubert & Mathieu er á nútímalegan vínstíl og víngerð ásamt umbúðarvali; Flest vín þeirra eru býódýnamísk / lífrænt vottuð, framúrstefnulegir miðar á flöskum, endurunnið gler notað og engin álpakkning á korktöppum.
Þeirra sýn er að hrista aðeins upp í hefðbundnu umhverfi víngerðar. Búa til nútímaleg vín og nálgast framleiðsluna með örlítið nýjum vinkli.
Aubert & Mathieu er “B Corp” vottað vínhús. Þetta er alþjóðlegt merki sem fyrirtæki fá fyrir að uppfylla samfélags – og umhverfislegar kröfur og eru ábyrg og gagnsæ í starfsháttum.

